BREYTA KENNSLUAÐFERÐUM OG KENNSLUÁÆTLUN HJÁ BJARNVEIGU Í ÍSLENSKU

Þessar kennsluaðferðir hennar eru löngu úreltar, hún talar og talar sem er löngu sannað að sé kennsluaðferð sem að krakkar læra mjög lítið á(mega fleiri kennarar taka þetta til sín, taka Helga til fyrirmyndar). Enginn meðtekur upplýsingar sem dælt er ofan í okkur. Hún sér ekki að það er næstum enginn að sýna áhuga, ef litið er yfir bekkinn þá má sjá að nær enginn sýnir athygli og ekki er skrítið að við kíkjum reglulega í símann í tíma hjá henni. Ætti hún að hætta að tala allan tímann eða nær allan tímann amk. og fara að tala í mestalagi hálfan tímann og leyfa okkur að vinna hinn helminginn með hjálp hennar. 

Allt of mikið efni er í þessum áfanga. Sjálfstætt fólk ásamt öðrum ritstefnum og skruddum er alltof mikið efni í einum áfanga. Ef við ættum að ná skilningi á öllu þessu efni þá þyrftum við að hafa alltof mikinn frítíma sem færi þá aðallega í að lesa eina bók, Sjálfstætt fólk.

Þeir sem eru sammála þessum yfirlýsingum skulu umsvifalaust senda inn sitt atkvæði til þess að fá réttlæti.