Nú er botninum náð – niðurgreiddar samlokur á Alþingi!
Nú er botninum náð – niðurgreiddar samlokur á Alþingi!
Fram kemur í fréttum í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice verði opnaður í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn höfðu víst verið að kalla eftir frekari fjölbreytileika í matarvali. Ekki nóg með það heldur fór ekkert útboð fram.
Er þetta í alvöru það sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eru að beita sér fyrir? Nú er umræða um aflandsfélögin og mögulega spillingu í hámarki, en þrátt fyrir það fara þeir fram á samlokur á þingi – og niðurgreiddar í þokkabót!
Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei! Þess vegna skulum við öll skrifa nafn okkar á þennan lista og fara fram á að þeir að minnsta kosti greiði fyrir sitt fæði sjálfir, líkt og við hin gerum! Forseta Alþingis verður svo afhentur listinn á mánudag, þegar staðurinn verður formlega opnaður.
Skjaldborgin Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible.  |