Rannsókn á einkavæðingu
Til Unnar Brár Konráðsdóttur forseta Alþingis.
Hinn 12. nóvember 2012 samþykkti Alþingi ályktun um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu á hlutum ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum 1998-2003.
Ályktunin var samþykkt mótatkvæðalaust. Eigi að síður hefur Alþingi í fjögur og hálft ár heykst á að skipa umrædda rannsóknarnefnd.
Nú hefur rannsókn á einum afmörkuðum þætti þessarar einkavæðingar leitt í ljós að þar var heldur betur maðkur í mysu.
Við undirrituð teljum því mjög brýnt að einkavæðingin í heild verði rannsökuð og beinum því til þín að ganga í að hin þriggja manna rannsóknarnefnd verði skipuð nú þegar.
Við treystum þér, Unnur Brá, til að bregðast hratt og vel við.
Illugi Jökulsson Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |