Sendum ekki þessa fjölskyldu burt út í óvissuna.

,,

Umfjöllun um málefni Reginu Osamrumaese og barna varð til þess að lögmaðurinn Gísli Kr. Björnsson hafði samband Reginu og bauð fram aðstoð sína. Regina Osamrumaese hefur verið á flótta frá sex ára aldri. Hún er upphaflega frá Nígeríu en flúði með fjölskyldu sinni barn að aldri vegna ofsókna í heimalandi sínu. Regina, sem á tvö börn og er ólétt af þriðja barninu, hefur búið hér á landi síðan 2014. Yngri sonur hennar, Felix, er fæddur á Íslandi.

Regina og Eugene Imotu, barnsfaðir hennar, eiga bæði von á að vera vísað úr landi ásamt börnum sínum. Reginu bjó árum saman á Ítalíu án þess að vera skráð þar. Hún hefur ekki búið í Nígeríu frá barnsaldri og börn hennar hafa aldrei komið þangað."

Textinn að ofan er fenginn að láni frá kvennablaðinu.

Greinina má lesa alla hér:

http://kvennabladid.is/2016/07/12/logmadur-baud-reginu-og-bornum-hennar-adstod-i-kjolfar-fretta-af-framkomu-utlendingastofnunar/