Vegna leikskólamála - Til fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar.

Við, foreldrar ungra barna í Vestmannaeyjum (2014 árgangs), skorum á ykkur að gera betur í leikskóla og daggæsluþjónustu.

Viðmið ykkar um að öll 18 mánaða börn frá 1. september eru því miður ekki að uppfylla þær þarfir sem foreldar kalla eftir. Sérstaklega í ljósi þess að nú stefnir allt  í að einungis ein dagmamma verði starfrækt haustið 2015. Sú staða sem er að skapast ef ekkert verður að gert verður hreint út sagt algjör hörmung fyrir þá foreldra sem ætla sér aftur út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof.

 

Okkur þykir miður að sjá laus pláss á leikskólum bæjarins. Þess vegna skorum við á ykkur að auka þjónustigið við foreldra og niðurgreiða öll þau leikskólapláss sem eru til ráða hér í Vestmannaeyjum. Köllunin eftir þessum plássum er nú enn meiri vegna stækkandi árganga undanfarin tvö ár.

Ljóst er að ráðið gerir sér grein fyrir ofangreindu vandamáli, eftir því sem fram kemur af fundi fjölskyldu og fræðsluráðs þann 21. janúar 2014 er vísað til þessa stækkandi árganga og aðgerðum um viðbragðsáætlun sett á laggirnar. Við viljum sjá viðbragðsáætlun sem felur í sér langtímalausnir en ekki skammtímalausnir.

 

Við vitum að þið eruð öll að vilja gerð til að bæta þjónustu í þessum málum. Þið hafið sýnt fram á það á undanförnum árum í t.d. lækkun aldurs í niðurgreiðslu til dagforeldra og tilkomu 5 ára deildar. En við vitum líka að það er alltaf hægt að gera betur. Við skorum á ykkur að forgangsraða í þágu barna en ekki dauðra hluta sem geta beðið.

 


Anita Ársælsdóttir    Contact the author of the petition